Færsluflokkur: Sjónvarp

Orðið langt síðan...

    ... maður bloggaði síðast. Finnst ykkur ekki skemmtilegt þegar fólk byrjar bloggfærslur svona. Bara spyr. Ég veit að þetta er nokkuð seint en ég bara verð að fá að tjá mig íbúakosningarnar í Hafnarfirði.
    Kosningarnar í Hafnarfirðinum búnar og Hafnarfjarðarbær orðinn skuldugari(?) en nokkurn tíman áður og Lúlli (populista)laukur kominn í vandræði. Ég held að hann Lúlli hafi verið að búast við stækkun (allavega vonast eftir henni), miðað við allt sem hann var að "gefa" Hafnfirðingum nokkrum mánuðum fyrir kosningarnar. Ný sundlaug, Vildarkort fyrir eldri borgara, eitthvað myntist hann á ókeypis í strætó en einhver hefur togað í handbremsuna fyrir það, ókeypis máltíðir í skólum. Það liggur við að Lúlli hafi staðið fyrir utan hliðið hjá Alcan með opna lófa og vonast eftir 800 miljónum á ári en 88 Hafnfirðingar lokuðu fyrir lófana á honum.
    En eitt skuldugusta bæjarfélag Íslands bregst við með veikum mætti til þess að reyna að rétta við fjárhagnum (líkt og Magnús Gunnarsson gerði þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd). Helstu viðbrögðin voru að neita að kaupa landið til baka "stækkunar landið" af Alcan.
    Lagalega séð held ég að Hafnarfjarðarbær sitji á frekar völtum stóli gagnvart Alcan. Alcan var komið á síðustu stig skipulagsskriffinnskunar og búið að eyða dágóðum slatta af pening í það verkefni (350 milljónir bara fyrir lóðina). Þá allt í einu fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar tekur upp lítill en hávær hópur sambæjunga minna að öskra íbúalýðræði, og heimta að fá að kjósa um stækkun einkafyrirtæki. Lúlli populisti sá fram á ódýr atkvæði og lofaði að það yrði kosið um málið ef hann fengi að halda bæjarvöldunum.
    Margir hafa ráðist á Alcan og sakað fyrirtækið um óheiðarlega kosningaáróður. En flestir taka ekki eftir því að Alcan átti í höggi við stærstu áróðursmaskínu sem til er, Almenningsálitið, sem stjórnaðist af vinstri pólítísku tísku trendi sem felst í því að vera á móti stórfyrirtæki bara upp á prinsippið. Fyrirtækið þurfti að takast á við íbúasamtök (Sól í Straumi, framtíðar(fortíðar)landið), fjölmiðla (RÚV, stöð 2, og bæjarblöðin) Innlenda banka (Glitnir), Tvo bændur í kringum Þjórsá (það áttu víst bara tveir bændur einhverja hagsmuni í Urriðafossi), grunn- og framhaldskóla kennara og Stjórnmálaflokka og landsvísu.
    Já ég myntist á kennara hérna fyrir ofan, en það hafa gengið margar sögur um að kennarar höfðu verið að predika yfir börnum um "skaðsemi" álversins (takið eftir ÁLVER ekki álbræðsla). Ein sagan er sú að 6-7 ára krakki eins starfsmanns Alcans hafi komið grátandi heim úr skólanum á Völlunum, vegna þess að kennarinn hafði sagt börnunum að starfsmenn álversins væru að deyja. Svona kennara þarf að ávíta. Einnig höfðu sól í straumi og Alcan ekki jafnan aðgang að framhaldsskólunum í Hafnarfirði. Alcan fékk engan aðgang að Iðnskólanum í Hafnarfirði og fékk aðeins einn opinn fund hjá flensborgarskóla. Ekki skil ég afhverju Iðnsk. í Hf. leggst svona gegn hagsmunum sinnar eigin nemenda sem flestir hverjir eru að læra iðn sem er vel borguð á Alcan.
    En ég skil svosem afhverju kennarar leggjast gegn Alcan. Kennarar hafa alltaf verið á móti vinnu ómenntaðs fólks sem borga betur heldur en kennarastörf. Kennarar virðast líta á það sem ógn  og móðgun við sitt starf. Ég man þetta vel þegar ég var í grunnskóla þá var alltaf sagt við mann " ef þú lærir ekki þá verður þú bara ruslakall". Síðan kom í ljós að "ruslakallar" í Hafnarfirði höfðu betri laun og betri kjör almennt heldur en kennarar. Þegar við nemendurnir inntum kennarana eftir þeirra áliti lá við að þeir sögðu að Ruslakallar væru sori mannkynsins (óbeint orðað).
    Það hefur borið á því eftir kosningarnar að fólk veit enn ekkert um hvað málið snerist. Fólk heldur að Alcan loki ekkert í Straumsvík vegna þess að reksturinn er góður og raforkan er ódýr. En sannleikurinn er sá að verksmiðjan er með nokkuð gamla tækni sem þarf mikið viðhald sem veldur dýru áli. Framleiðslukostnaðurinn er hreinlega of hár og eina ástæðan fyrir því að Isal hefur komist upp með það er vegna þess að heimsmarkaðsverðið á áli er mjög hátt eins og stendur, en það gæti lækkað á morgun, í næstu viku eða á næsta ári. Og ef álverðið lækkar og öll þau álver sem hafa efni á því að lækka sitt verð þá sitja álver eins og Isal í súpunni. Viðskiptavinir Alcan munu ekki sætta sig við það að önnur álver eru að lækka verðið hjá sér en ekki Isal og leita þar af leiðandi annað, og ég held að það sé öllum ljóst hvað verður um fyrirtæki  sem ekki hefur neina viðskiptavini.
    Og fáfræðin stoppar ekki þar. Það hefur borið á því að fólk haldi að grænu dagsílóin milli 1 og 2 skálans séu strompar. Sannleikurinn er sá að það þarf ekki háa strompa í Straumsvík þar sem það er vindasamt í straumsvík ólíkt Reyðarfirði þar sem álverið er í miðjum firði vindar eru hátt uppi.
     Jæja ég ætla að láta þetta nægja í bili endilega kommentið.
 
SIN CERE
Sóða-Nonninn 

Vísindakirkjan Vs. South Park

Það sem vísindakirkjan trúir samkvæmt ýktri útgáfu South Park.



mbl.is Tom Cruise er „Kristur“ Vísindakirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PLAYER!!!

    Vá er þessi gaur sorglegur eða hvað? Ég skildi ekki svona gaura sem bera sig fyrir framan óharnaðar unglingsstúlkur og ætlast til þess að stökkvi á þær í einhverju greddukasti. En svo sá ég auglýsingu frá "12-13 ára stúlku" inná einkamál og þá áttaði ég mig á því að það er verið að bjóða uppá þessar kynlífs fantasíur á Íslandi og það oftast í boði Kompás.  Þrátt fyrir að þetta dæmi gæti verið tálbeita  þá er verið að ýta þessu upp að fólki! 

mbl.is Bera sig í vefmyndavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóðrænt Réttlætti???

steweirwin.jpg
    Einn af merkilegri dýralífs sjónvarmönnum heims er nú fallinn frá. Steve Irwin varð frægur fyrir það að hunsa sitt eigið öryggi og stökkva á krókódíla og önnur hættuleg dýr, stundum bara til þess að pirra dýrin. Og yfirleitt fylgti setningin "Ohh Crockey now it's mad" og honum tókst alltaf að hljóma eins og hann væri hissa.
    Irwin komst einnig í fréttirnar fyrir stuttu þegar hann var að fæða krókódíl í dýragarðinum sínum og hélt á barninu sínu í annarri hendinni á meðan.
   Irwin var drepinn af gaddaskötu (Stingray (Disambiguation)), stunginn í hjartað nánar til tekið, þegar hann var við köfun.
     Svo hvað getið þið lært af þessu krakkar míni... það er alltílagi að stökkva krókódíla en ekki leika við gaddaskötur.
    Sama hvað ykkur fannst um Steve Irwin þá verður hans sárt saknað. Discovery verður ekki eins án hans (eða var það National Geographic).
 
SIN CERE
Sóða-Nonninn 

mbl.is Ástralski „krókódílaveiðarinn“ lést eftir stungu frá gaddaskötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband