Bloggfærslur mánaðarins, maí 2005

Júróvisíón pt2. (hversu vitlaus erum við)

    Já sagði ég ekki. Ísland komst ekki einu sinni í aðal keppnina. Og en einu sinni hafði íslenska þjóðin gert sér vonir um að vinna þessa heilalausu popp keppni... eins og það sé einhver heiður að geta samið heilalaust og ömurlegt popplag sem vinnur þessa ógeðslegu keppni.
    Og en hlustuðu gerðu Íslendingar sér vonir um að Selma myndi sigra vegna þess að veðbankar spáðu henni sigri... shit... er ég sá eini á Íslandi sem geri mér grein fyrir því að veðbankar græða á fólki sem tapar veðmálum... hvers vegna ættu þeir að gefa spilasjúklingum tips um hverjir séu sigurvænlegastir, WAKE UP PEOPLE AND SMELL THE COFFEE FOR CHRIST SHAKE!!!0
    Og síðan greinin í DV þar sem fyrirsögnin var hvort fötin hennar Selmu gætu kostað Ísland sigurinn... höfum við virkilega sokkið svona lágt að halda að föt geti eyðilagt fyrir manni í SÖNGVAKEPPNI... allavega tókst DV að koma af stað umræðu sem snerist ekki um hvað þeir væru óheiðarlegir og lélegir fréttaritarar.
    Þeir sem sjá um að velja lag fyrir Ísland í júróvisíón ættu að taka þessu sem ábendingu um að vera frumlegri á næsta ári og senda Botnleðju út eins og þeir hefðu átt að gera fyrir tveim árum... ég meina gaurinn sem sér um júró-planið á Íslandi sér um Mósaík... maður hefði nú ætlað að hann hefði geta verið meira frumlegur en þetta.

Sin Cere
Nonni

Vonbrigði

    Fékk loksins svar frá Listaháskólanum. Svarið var því miður neikvætt, ég komst ekki inní háskólann. Í fyrstu var það mjög svekkjandi og er enn þar sem ég hef sex ára framhaldsnám að baki sem allt var miðað útfrá að komast í arkitekta skóla og þá sérstaklega Listaháskólann.
    En ég læt þetta ekki stöðva mig. Ég ætla einfaldlega að sækja aftur um á næsta ári og í milli tíðinni reyna að fá vinnu hjá Arkitekta stofu við að setja teikningar inní AutoCad og til þess að fá meðmæli fyrir næsta ár. Einnig ætla ég að sækja um í fleiri háskóla en ég gerði núna en ég sótti bara um í Listaháskólann í ár.
    Vonandi gengur þetta að ári, því að ég vil ekki láta síðustu sex ár fara í vaskinn. Þetta er eitthvað sem ég er búinn að einblína á síðan ég var krakki.

.tk

Þá er kallinn kominn með .tk slóða á þessa síðu og þar með gert síðuna aðgengilegri. En er hægt að nota gamla slóðann blog.central.is/johnnyg.

Nýi slóðinn er www.nonninn.tk

Kallinn mætur aftur!!

    Jæja það var kominn tími til þess að kallinn tæki upp á því að blogga aðeins um hvað hafi verið að gerast að undanförnu, en lífið er búið að vera bæði viðburðaríkt og -snautt á sama tíma.
    Fyrsta mál á dagskrá er að kallinn kláraði portafolio-na sína og kostaði hún kallinn ekki meira en rétt um 5000 kall. Kallinn sendi möppuna inní Listaháskólann og komst í viðtal. Viðtalið var fyrir tveim vikum og er ég enn gáttaður á því hvernig það fór fram. En núna er bara að bíða og vona að maður komist inn en stóra bréfið ætti að koma núna á næstu dögum.
    Þá er maður líka kominn með vinnu í sumar hjá ALCAN í Straumsvík. Lenti ég ekki á sömu vakt á sama stað í fyrra. Jú kallinn er kominn aftur á 5. vakt steypuskála og er kallinum farið að hlakka til að byrja í vinnunni í sumar.
     Kallinn dimmiteraði fyrir stutt og var það meiri vitleysan. Skólinn fékk kvörtun yfir því að svín og nunna hefðu gyrt niður um einhvern grunnskóla vitleysing sem voru að pirra okkur. En kallinn var annars dressaður sem ofurbelja með nutsack fyrir augunum. Um kvöldið var skellt sér á ball á Celtic Cross þar sem DJ Páll Óskar þeytti skífum. Kom mér á óvart hversu góður DJ hann er og ekki skrýtið að kallinn sé vinsælasti DJ á landinu, en ég hélt fyrst að það hefði bara verið brandari svona eins og Leoncie. Eftir Celtic Cross hélt kallinn á við annan mann (Alla) inná 11-una og þar hitti kallinn fyrir Óskar Kung Fu og Hjalta ÉG-BREIKA-Í-HAWAII-SKYRTU-Á-GLERBROTUM-Á-AUSTURSTRÆTI, einnig sem kallinn hitti Evu og Hönnu úr skólanum og komst að því hvað Ísland væri lítið því að þau öll þekktust innbyrðis. Þar burstaði ég Hjalta í Foozball og fór síðan með stelpunum á Dillon þar sem við hittum kærasta Evu og fórum síðan á Grand Rokk þar sem einhver vitleysingur útskýrði fyrir mér alla lífsspeki sína. Síðan hittum við aftur Skara og Hjalta á Nelly's og ég fór að sjá hvað Hjalti var fullur, en hann mundi síðan ekkert eftir þessu kvöldi seinna í vikunni. Kallinn endaði svo einn að taka sér Taxa þar sem Skari Kung Fu og einhver vinur hans dittsuðu mig í sitthvoru lagi. En ég get ekki kvartað yfir kvöldinu sem var eitt það skemmtilegasta fyllirí á annars stuttri ævi og endist það í 20 tíma (frá 8 um morguninn til 4 næsta morgun)
   Nú er kallinn bara að taka því létt í próflestrinum og vonast til að ná minnst 5 í Spænsku en það er erfistaða fagið sem kallinn þarf að taka en kallinn er búinn með samrændu prófin sem voru meiri vitleysan.
    Jæja þá er kallinn búinn að sinna bloggskyldunni sinni.
 0CYA SUKERS 0

Sin Cere
Nonni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband