Bloggfærslur mánaðarins, desember 2005

FOKKIN JÓL

    Jæja jólin eru á næsta leiti og mar fer að asnast til að kaupa Jólagjafir og svoleiðis stöff... ætlaði reyndar að fara í morgun en vaknaði svo seint að ég sagði bara FOKKITT. En annars er þetta sem hefur á daga mína drifið.
  • Ég fór á Villibráðarhlaðborð með 5 vaktinni í Steypuskálanum... það var ömugleg mæting en samt góð mæting. Við vorum þarna: Ég, Ingvar OK, Ingvi, Níels, Ívar og Sverrir. Allt í allt 6. Ég, Ingvar, Níels og Ingvi fórum á A. Hansen eftir á en Níels og Ingvi fóru flótt og Ég og Invgar hittum Bubba bassaleikara í Pan ásamt gítarleikara og nokkrum grúppíum og héldum áfram sumblinu með þeim. Síðan enduðum við Ingvar heima hjá honum þar sem við drukkum bjór og hlustuðum á tónlist, töluðum um tónlist og pólítik og vöktum konuna hans tvisvar btw þetta var aðfaranótt miðvikudags.
  • Ég kom loksins nýja útvarpinu í bílinn. Skari gerði reyndar mestu vinnuna. Við sprengdum bara öryggið fyrir klukkuna og loftljósið og einhverra hluta vegna virkar ekki mælaborðsljósin.
  • Ég er búinn að vera að vinna eins og svín á rannsóknarstofunni.
  • Keppnissýning í kickboxi var í Tólf lotum um síðustu helgi þar sem ég var á myndavélinni.
  • Fór loksins á djammið með Viggó, Óðinn og Birki... man ekki mikið eftir því nema ég hitti Gumma frænda á Glaumbar og Óðinn var að bitchslappa alla sem hann hitti.
  • Ég ætla mér að fara að lyfta aftur eftir áramót... þar sem ég er núna kominn á bíl þá ætti ég að geta mætt fyrir hádegi á þeim dögum þar sem ég er á kvöldvöktum.
    Jæja ég nenni ekki að skrifa meira fyrir utan að ég er búinn að setja nýja linka hjá öðrum bloggurum, þeim Victori og Árna úr Járni þar sem hann verður að blogga frá Írlandi.
CYA SUCKERS
Sin Cere
Sóða-Nonninn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband