Laugardagur, 21. júlí 2007
Kominn tími til.
Manuel Noriega leiddi hægri sinnaða byltingu ásamt Contra morðsveitunum (með hjálp frá CIA og US. navy Seals) gegn réttkjörinni vinstri stjórn sem höfðu sett töfraorðin Þjóðnýting á stefnuskrá sína. En að sjálfsögðu hélt Reagan í þá bandarísku hefð að hjálpa hægri öflum gegn upprisu lýðræðis í Suður- og Mið-Ameríku.
Reagan lét einu sinni hafa það eftir sér að Noriega væri "fínn gaur" en hann sagði það sama um hvíta minnihlutastjórnina í Suður Afríku.
Noriega ásamt contra stjórnaði með harðri hendi og létu margir lífið í hans stjórnartíð. Hann var líka yfir einum stærsta eiturlyfjahring seinni tíma og starfaði undir vernd Reagan stjórnarinnar.
Stjórnvöld í Panama óska eftir framsali Noriega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. maí 2007
Flock
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Er þessi frétt fyrst að koma núna?
Er þetta ekki svolítið gömul frétt. Ég meina hefur einhver séð þessi litlu kvikindi lengi. Ég veit bara að þetta er drasl á græjunum mínum sem gerir ekkert annað en að safna ryki.
Dagar hljóðsnældunnar taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Hundrað og Spamm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Spamm (uppfært)
Ég þarf því miður að setja "staðfesta netfang" á komment kerfið þar sem það eru einhverjir óprúttnir aðilar að spamma komment kerfið.
Fékk tölvupóst frá blog.is þar sem stóð að það væri hægt að banna ip-tölur. Búinn að aflétta staðfesta netfang dæminu.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. apríl 2007
Orðið langt síðan...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 9. mars 2007
Koltvíoxíð
Var að rekast á merkilega síðu á vegum Channel 4. Þar er haldið því fram að hlýnun jarðar sé náttúrulegt fyrirbrigði þar sem manngert koltvíoxíð er aðeins lítill hluti þess koltvíoxíð sem fer í lofthjúpin. Helstu sökunautanir af koltvíoxíð (CO2) mengun eru Eldfjalla- og hverasvæði, dýr, og rotnandi plöntur. Það síðast nefnda er eitthvað fyrir þá sem eru með moldugerð í bakgarðinum hjá sér.
En nóg í bili. Skoðið endilega þessa síðu: "The Great Global warming Swindle"
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Hroki
Þeir í Sól í Straumi eru nú ekki beint í aðstöðu til þess að gagnrýna aðra fyrir ómálefnalega umræðu. Þeir sjálfir hafa logið upp í opið geðið á Hafnfirðingum og komið fram með staðhæfingar sem þeir virðast bara hafa dregið beint út úr rassgatinu á sér.
Sól í Straumi væri nær að líta í eigin barm.
Athugasemdir gerðar við málflutning Hags í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
ALCAN VS. BOEING
Það er orðið nokkuð langt síðan maður pikkaði nokkur orð inná síðuna. Svona getur letin tekið á manni.
Mér finnst sorglegt að fólk sé að halda fram að ferðamannaiðnaðurinn sé skárri en álframleiðsla en mér langar að benda á nokkrar staðreyndir því tengdu:
- Svokallaður Eco-túrismi er svosem fínn. Markmiðið er að nota sem minnst af mengandi efnum í kringum ferðamennina. Gallinn er hins vegar sá að Ísland er eyland og það þarf mjög svo mengandi faratæki til að komast til landsins (þar á meðal farþegaþotur), nema ef menn fara bjóða túristum upp á að róa á knerrum til landsins "Viking style".
- Farþega- og fraktþotur sem nota svartoliu gefa frá sér mikið magn Flúor. Það þarf ekki margar þotur til þess að menga jafnmikið og eitt til tvö álver. Það sama á við um skip.
Jafnframt vil ég minnast á bílaumferð:
- Bílar sem nota meira af áli heldur enn stáli menga minna jafnt í framleiðslu sem og í rekstri. Einnig er endurvinnslu kostnaður minni. Og maður sparar bensín útá þyngdarmismun.
- Í stað salts ætti Reykjarvíkur borg að íhuga að nota sand. Þegar saltið leysir upp hluta af malbikinu og myndar tjöru. Nagladekk hjálpa heldur ekki mikið.
Og um þau efni sem eiga að taka við af áli í framtíðinni:
- Koltrefja efni eru hliðar framleiðsla af kolavinnslu. Þarf ég eitthvað að minnast frekar á það hversu mengandi kolaiðnaðurinn er.
- Trefjaplast er plast efni og plast efni leysast seint upp í náttúrunni einnig sem plast er hliðarframleiðsla af olíuhreinsun.
- Framleiðsla þessara efna er óhemju dýr og orkufrek.
- Endurvinnsla þessara efna er svipað orkufrek og framleiðsla og sumum tilfellum dýrari. Margir bíla- og flugvéla framleiðendur gætu séð sér hag í því að henda notuðuðum trefjaefnum í stað þess að endurnýta.
Einnig vil ég minnast á vetni:
- Það þarf orku til að skapa vetni. Orkuna þarf að fá úr annarskonar orkuframleiðslu.
- Platíníum er mikilvægur málmur í vetnisrafalli. Platíníum er einn sjaldgæfasti og dýrasti málmur á jörðinni. Það er ekki til nóg af Platínu til þess að sinna orkuþörf jarðabúa (við gætum samt byrjað á því að hefja námarekstur í tanngarði rappara).
Reyndar verð ég að minnast á það að flugvélaframleiðendur eru að gera ýmislegt til þess að minnka orkuþörf flugvéla, til dæmis sveigjanlegir vængir og stélvængir á vængendana. En á móti kemur að flugvéla framleiðendur í samstarfi við flugfélögin eru jafnframt alltaf að finna út hvernig þeir geta troðið sem flestum í vélarnar og þar með þyngja þær.
Í samanburði við þessar staðreyndir ætti álframleiðsla að vera góður kostur sérstaklega í ALCAN Ísland, þar sem ALCAN Ísland framleiðir vöru beint að þörfum viðskiptavinarins, í stað þess að framleiða hleifa sem fara í álbræðslu. En við framleiðslu barra sparrast 40% orka sem hefði farið í endurbræðslu hleifa.
Ál þarf aðeins 5% af upphaflegri orku til endurvinnslu.
Ál er allstaðar að spara peninga fyrir okkur. Álklæðningar á byggingar spara viðhald. Ál léttir bíla og sparar þar með bensínkostnað. Áldósir eru ódýrari í framleiðslu heldur en glerílát einnig er ódýrara að endurvinna álið. Það er hægt að endurvinna álið aftur og aftur og aftur vegna þess að það tapar ekki gæðunum í endurbræðlsu ólíkt mörgum öðrum efnum.
Ég heiti Jón Gestur Guðmundsson og ég segi já við stækkun álversins í Straumsvík.
Bloggar | Breytt 15.2.2007 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Windows Vista Vs. Mac Os X
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)