Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Spamm (uppfært)

Ég þarf því miður að setja "staðfesta netfang" á komment kerfið þar sem það eru einhverjir óprúttnir aðilar að spamma komment kerfið.

Fékk tölvupóst frá blog.is þar sem stóð að það væri hægt að banna ip-tölur. Búinn að aflétta staðfesta netfang dæminu.


Orðið langt síðan...

    ... maður bloggaði síðast. Finnst ykkur ekki skemmtilegt þegar fólk byrjar bloggfærslur svona. Bara spyr. Ég veit að þetta er nokkuð seint en ég bara verð að fá að tjá mig íbúakosningarnar í Hafnarfirði.
    Kosningarnar í Hafnarfirðinum búnar og Hafnarfjarðarbær orðinn skuldugari(?) en nokkurn tíman áður og Lúlli (populista)laukur kominn í vandræði. Ég held að hann Lúlli hafi verið að búast við stækkun (allavega vonast eftir henni), miðað við allt sem hann var að "gefa" Hafnfirðingum nokkrum mánuðum fyrir kosningarnar. Ný sundlaug, Vildarkort fyrir eldri borgara, eitthvað myntist hann á ókeypis í strætó en einhver hefur togað í handbremsuna fyrir það, ókeypis máltíðir í skólum. Það liggur við að Lúlli hafi staðið fyrir utan hliðið hjá Alcan með opna lófa og vonast eftir 800 miljónum á ári en 88 Hafnfirðingar lokuðu fyrir lófana á honum.
    En eitt skuldugusta bæjarfélag Íslands bregst við með veikum mætti til þess að reyna að rétta við fjárhagnum (líkt og Magnús Gunnarsson gerði þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd). Helstu viðbrögðin voru að neita að kaupa landið til baka "stækkunar landið" af Alcan.
    Lagalega séð held ég að Hafnarfjarðarbær sitji á frekar völtum stóli gagnvart Alcan. Alcan var komið á síðustu stig skipulagsskriffinnskunar og búið að eyða dágóðum slatta af pening í það verkefni (350 milljónir bara fyrir lóðina). Þá allt í einu fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar tekur upp lítill en hávær hópur sambæjunga minna að öskra íbúalýðræði, og heimta að fá að kjósa um stækkun einkafyrirtæki. Lúlli populisti sá fram á ódýr atkvæði og lofaði að það yrði kosið um málið ef hann fengi að halda bæjarvöldunum.
    Margir hafa ráðist á Alcan og sakað fyrirtækið um óheiðarlega kosningaáróður. En flestir taka ekki eftir því að Alcan átti í höggi við stærstu áróðursmaskínu sem til er, Almenningsálitið, sem stjórnaðist af vinstri pólítísku tísku trendi sem felst í því að vera á móti stórfyrirtæki bara upp á prinsippið. Fyrirtækið þurfti að takast á við íbúasamtök (Sól í Straumi, framtíðar(fortíðar)landið), fjölmiðla (RÚV, stöð 2, og bæjarblöðin) Innlenda banka (Glitnir), Tvo bændur í kringum Þjórsá (það áttu víst bara tveir bændur einhverja hagsmuni í Urriðafossi), grunn- og framhaldskóla kennara og Stjórnmálaflokka og landsvísu.
    Já ég myntist á kennara hérna fyrir ofan, en það hafa gengið margar sögur um að kennarar höfðu verið að predika yfir börnum um "skaðsemi" álversins (takið eftir ÁLVER ekki álbræðsla). Ein sagan er sú að 6-7 ára krakki eins starfsmanns Alcans hafi komið grátandi heim úr skólanum á Völlunum, vegna þess að kennarinn hafði sagt börnunum að starfsmenn álversins væru að deyja. Svona kennara þarf að ávíta. Einnig höfðu sól í straumi og Alcan ekki jafnan aðgang að framhaldsskólunum í Hafnarfirði. Alcan fékk engan aðgang að Iðnskólanum í Hafnarfirði og fékk aðeins einn opinn fund hjá flensborgarskóla. Ekki skil ég afhverju Iðnsk. í Hf. leggst svona gegn hagsmunum sinnar eigin nemenda sem flestir hverjir eru að læra iðn sem er vel borguð á Alcan.
    En ég skil svosem afhverju kennarar leggjast gegn Alcan. Kennarar hafa alltaf verið á móti vinnu ómenntaðs fólks sem borga betur heldur en kennarastörf. Kennarar virðast líta á það sem ógn  og móðgun við sitt starf. Ég man þetta vel þegar ég var í grunnskóla þá var alltaf sagt við mann " ef þú lærir ekki þá verður þú bara ruslakall". Síðan kom í ljós að "ruslakallar" í Hafnarfirði höfðu betri laun og betri kjör almennt heldur en kennarar. Þegar við nemendurnir inntum kennarana eftir þeirra áliti lá við að þeir sögðu að Ruslakallar væru sori mannkynsins (óbeint orðað).
    Það hefur borið á því eftir kosningarnar að fólk veit enn ekkert um hvað málið snerist. Fólk heldur að Alcan loki ekkert í Straumsvík vegna þess að reksturinn er góður og raforkan er ódýr. En sannleikurinn er sá að verksmiðjan er með nokkuð gamla tækni sem þarf mikið viðhald sem veldur dýru áli. Framleiðslukostnaðurinn er hreinlega of hár og eina ástæðan fyrir því að Isal hefur komist upp með það er vegna þess að heimsmarkaðsverðið á áli er mjög hátt eins og stendur, en það gæti lækkað á morgun, í næstu viku eða á næsta ári. Og ef álverðið lækkar og öll þau álver sem hafa efni á því að lækka sitt verð þá sitja álver eins og Isal í súpunni. Viðskiptavinir Alcan munu ekki sætta sig við það að önnur álver eru að lækka verðið hjá sér en ekki Isal og leita þar af leiðandi annað, og ég held að það sé öllum ljóst hvað verður um fyrirtæki  sem ekki hefur neina viðskiptavini.
    Og fáfræðin stoppar ekki þar. Það hefur borið á því að fólk haldi að grænu dagsílóin milli 1 og 2 skálans séu strompar. Sannleikurinn er sá að það þarf ekki háa strompa í Straumsvík þar sem það er vindasamt í straumsvík ólíkt Reyðarfirði þar sem álverið er í miðjum firði vindar eru hátt uppi.
     Jæja ég ætla að láta þetta nægja í bili endilega kommentið.
 
SIN CERE
Sóða-Nonninn 

Koltvíoxíð

Var að rekast á merkilega síðu á vegum Channel 4. Þar er haldið því fram að hlýnun jarðar sé náttúrulegt fyrirbrigði þar sem manngert koltvíoxíð er aðeins lítill hluti þess koltvíoxíð sem fer í lofthjúpin. Helstu sökunautanir af koltvíoxíð (CO2) mengun eru Eldfjalla- og hverasvæði, dýr, og rotnandi plöntur. Það síðast nefnda er eitthvað fyrir þá sem eru með moldugerð í bakgarðinum hjá sér.

En nóg í bili. Skoðið endilega þessa síðu:  "The Great Global warming Swindle"


ALCAN VS. BOEING

    Það er orðið nokkuð langt síðan maður pikkaði nokkur orð inná síðuna. Svona getur letin tekið á manni.

    Mér finnst sorglegt að fólk sé að halda fram að ferðamannaiðnaðurinn sé skárri en álframleiðsla en mér langar að benda á nokkrar staðreyndir því tengdu:

  • Svokallaður Eco-túrismi er svosem fínn. Markmiðið er að nota sem minnst af mengandi efnum í kringum ferðamennina. Gallinn er hins vegar sá að Ísland er eyland og það þarf mjög svo mengandi faratæki til að komast til landsins (þar á meðal farþegaþotur), nema ef menn fara bjóða túristum upp á að róa á knerrum til landsins "Viking style".
  • Farþega- og fraktþotur  sem nota svartoliu gefa frá sér mikið magn Flúor. Það þarf ekki margar þotur til þess að menga jafnmikið og eitt til tvö álver. Það sama á við um skip.

    Jafnframt vil ég minnast á bílaumferð:

  • Bílar sem nota meira af áli heldur enn stáli menga minna jafnt í framleiðslu sem og í rekstri. Einnig er endurvinnslu kostnaður minni. Og maður sparar bensín útá þyngdarmismun.
  • Í stað salts ætti Reykjarvíkur borg að íhuga að nota sand. Þegar saltið leysir upp hluta af malbikinu og myndar tjöru. Nagladekk hjálpa heldur ekki mikið.

    Og um þau efni sem eiga að taka við af áli í framtíðinni:

  • Koltrefja efni eru hliðar framleiðsla af kolavinnslu. Þarf ég eitthvað að minnast frekar á það hversu mengandi kolaiðnaðurinn er.
  • Trefjaplast er plast efni og plast efni leysast seint upp í náttúrunni einnig sem plast er hliðarframleiðsla af olíuhreinsun.
  • Framleiðsla þessara efna er óhemju dýr og orkufrek.
  • Endurvinnsla þessara efna er svipað orkufrek og framleiðsla og sumum tilfellum dýrari. Margir bíla- og flugvéla framleiðendur gætu séð sér hag í því að henda notuðuðum trefjaefnum í stað þess að endurnýta.

    Einnig vil ég minnast á vetni: 

  • Það þarf orku til að skapa vetni. Orkuna þarf að fá úr annarskonar orkuframleiðslu.
  • Platíníum er mikilvægur málmur í vetnisrafalli. Platíníum er einn sjaldgæfasti og dýrasti málmur á jörðinni. Það er ekki til nóg af Platínu til þess að sinna orkuþörf jarðabúa (við gætum samt byrjað á því að hefja námarekstur í tanngarði rappara).

    Reyndar verð ég að minnast á það að flugvélaframleiðendur eru að gera ýmislegt til þess að minnka orkuþörf flugvéla, til dæmis sveigjanlegir vængir og stélvængir á vængendana. En á móti kemur að flugvéla framleiðendur í samstarfi við flugfélögin eru jafnframt alltaf að finna út hvernig þeir geta troðið sem flestum í vélarnar og þar með þyngja þær.

    Í samanburði við þessar staðreyndir ætti álframleiðsla að vera góður kostur sérstaklega í ALCAN Ísland, þar sem ALCAN Ísland framleiðir vöru beint að þörfum viðskiptavinarins, í stað þess að framleiða hleifa sem fara í álbræðslu. En við framleiðslu barra sparrast 40% orka sem hefði farið í endurbræðslu hleifa.

    Ál þarf aðeins 5% af upphaflegri orku til endurvinnslu.

    Ál er allstaðar að spara peninga fyrir okkur. Álklæðningar á byggingar spara viðhald. Ál léttir bíla og sparar þar með bensínkostnað. Áldósir eru ódýrari í framleiðslu heldur en glerílát einnig er ódýrara að endurvinna álið. Það er hægt að endurvinna álið aftur og aftur og aftur vegna þess að það tapar ekki gæðunum í endurbræðlsu ólíkt mörgum öðrum efnum.

Ég heiti Jón Gestur Guðmundsson og ég segi já við stækkun álversins í Straumsvík. 



Vísindakirkjan Vs. South Park

Það sem vísindakirkjan trúir samkvæmt ýktri útgáfu South Park.



mbl.is Tom Cruise er „Kristur“ Vísindakirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PLAYER!!!

    Vá er þessi gaur sorglegur eða hvað? Ég skildi ekki svona gaura sem bera sig fyrir framan óharnaðar unglingsstúlkur og ætlast til þess að stökkvi á þær í einhverju greddukasti. En svo sá ég auglýsingu frá "12-13 ára stúlku" inná einkamál og þá áttaði ég mig á því að það er verið að bjóða uppá þessar kynlífs fantasíur á Íslandi og það oftast í boði Kompás.  Þrátt fyrir að þetta dæmi gæti verið tálbeita  þá er verið að ýta þessu upp að fólki! 

mbl.is Bera sig í vefmyndavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr makki!

    Jæja kallinn að blogga á nýja makkan, mac book pro til að vera nákvæmnari. Bara að koma því á framfæri. það var ekkert annað... ok...
SIN CERE
Sóða- Nonninn 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband