Hundrað og Spamm

    Fyrstu fréttir, ég hef sett aftur "staðfesta" komment dótið á vegna spamms. Þetta banna ip -tölu var ekki að gera mikið þar sem hvert spamm virðast koma frá mörgum spömmum (Einhverjir eru með orma í tölvuna). Bara svo þið vitið það þá vantar mig ekki upplýsingar um mismunandi klámsíður.
    Einhverja hluta vegna þá hef ég fengið yfir hundrað heimsóknir í dag (og ekki eitt einasta komment), þrátt fyrir að hafa ekki skrifað eina einustu bloggfærslu í tvær vikur. Það væri gaman að fá að vita hvað væri í gangi.
    Ég varð allt í einu kominn í hjólað í vinnuna lið, og ekki nóg með það þá er ég liðstjóri liðsins. Liðið fékk það skemmtilega nafn Flúor Fákarnir B-lið, liðið varð til á baráttufundi Flúor Fákana (A-lið), og flestir meðlimir voru ekki viðstaddir stofnuna né þegar þeir voru skráðir í liðið. Nú þegar hefur einn meðlimur B-liðsins verið upgrade-aður í A-liðið. Einhvern veginn er okkur í B-liðinu nokkuð sama þar sem allar keppnismanneskjurnar eru í A-liðinu. Við í B-liðinu erum meira svona "vera með" liðsmenn.
    Þarf að kaupa mér hjól á morgun. 
    House er að byrja og ég nenni ekki að skrifa meira.
 
Sin Cere
Nonninn 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband