Sunnudagur, 30. janúar 2005
Laugardagskvöld
Laugardagskvöldið var frábært. Það byrjaði með því að Eyjó sótti mig og við fórum á Áttuna billjardklúbbinn í Hafnarfirði þar sem við hittum Viggó, Óðinn og Magga bróður hans Viggó, Árni kom nokkuð seinna. Við tókum nokkra pool og skelltum í okkur nokkrum köldum. Óðinn stofnaði til veðmáls við okkur við okkur um að hann gæti drukkið 3 lítra bjór í tveim sopum, viðurlögin voru þau að ef hann vann þurftum við að borga bjórinn og annan eins til, en ef hann tapaði þyrfti hann að borga bjórinn sjálfur. En greyið Óðinn gerði sér ekki grein fyrir því hvað bjórinn var kaldur og drakk bara um 1/5 af bjórnum í einum sopa. Síðan eyddum við 20 mínútum (ég, Viggó og Óðinn) að skipta bjórnum á milli okkar.
Eftir það fórum við í bæinn. Viggó var orðinn alltof fullur og lenti í einhverju ævintýri við að koma sér heim. Ég, Eyjó, Árni og Óðinn fórum á klúbba rölt, og enduðum á Nonnabita þar sem ég hitti æskuvin minn hann Ómar. Eftir það fór Óðinn á Glaumbar en við Eyjó, Árni og ég fórum á Nellýs. Það var engin stemmning þar þannig að Árni fór heim en ég og Eyjó fórum á Prikið. Það var drullumikil röð á Prikinum, en frændi hans Eyjó hleypti okkur inn bakatil. Það var geggjuð stemmning inná Prikinu og vorum við Eyjó þar það sem eftir lifði nætur.
Það er langt síðan ég skemmti mér svona vel síðast.
CYA SUCKERS
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
jaá ég þarf að biðja um tvö skíthælanöfn í viðbót: Jonni Bigunderneathhispants og Böddi sleiktuBöllinn
Jonni Litli (IP-tala skráð) 31.1.2005 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning