Jæja!!!

    Nú er nú lítið að frétta af kallinum. Ég er nú bara búinn að vera að vinna eins og hestur eða drepast úr leti þess á milli. Kallinn skellti sér þó í brúðkaup á laugardeginum um verslunarmannahelgina þar sem Kristján frændi var að giftast Dagnýju og óska ég þeim til lukku með það.
    Kallinn gat ekki djammað þá þar sem ég átti að mæta í vinnu klukkan átta morguninn eftir. En kallinn ætlaði að djamma feitt um sunnudagskveldið... en ekkert varð úr því. Í fyrsta lagi voru Eyjó og Árni að vinna... Viggó í Póllandi og Skari kominn nálægt því að joina AA (búinn að djamma yfir sig). Kallinn skellti sér í staðinn í bíó með Skaranum á The Longest Yard með Adam Sandler sem er endurgerð af snilldarmynd (Breska útgáfan Mean Machine með Vinnie Jones í aðalhlutverki er líka snilld (breskur Cockney húmor))... í stuttu máli sagt myndin var snilld, og innleggið hans Rod Scneider ennþá meiri snilld.
    Í svekkelsi yfir djammleysinu ákvað kallinn að prófa kvenútgáfuna af Joy-pill... þannig að kallinn skellti sér í Kringluna og verslaði. Kallinn keypti sér nýjan síma og Converse All-star skó Chuck Taylor style en hönnunin á skónum hefur ekki breyst síðan 1923 og voru þetta fyrstu sérútbúnu skórnir fyrir körfubolta. Það eina sem hefur breyst við þessa skó er verðið... þegar ég var krakki voru þetta ódýrustu skórnir sem maður gat keypt en í dag kosta þeir 7990 krónur og það íslenskar... hafið þið einhvern tíman fengið þá tilfinningu að það sé verið að taka ykkur í þurrt rassgatið.

Sin Cere
Nonni
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

the longest yard er endurgerð a samnefndri bandariskri mynd með burt reynolds i aðalhlutverki frá arinu 76.. mean machine er breska utgafan af henni bara með "soccer"

ljótfríður (IP-tala skráð) 11.8.2005 kl. 15:44

2 identicon

Ég veit

Sóða Nonni (IP-tala skráð) 11.8.2005 kl. 22:09

3 identicon

af hverju skrifaðiru þá að hún væri endurgerð á mean machine ef þú vissir að hún væri það ekki?

ljótfríður (IP-tala skráð) 7.9.2005 kl. 14:18

4 identicon

Ég skrifaði að breska útgáfan væri LÍKA snilld.

Sóða-Noninn (IP-tala skráð) 2.10.2005 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband