Miðvikudagur, 13. júlí 2005
Það var kominn tími til!!
Jæja langt síðan kallinn hefur komið sér til að skrifa eitthvað hérna og er þá best bara að rifja upp hvað kallinn hefur verið að gera að undanförnu:
- Kallinn er orðinn stúdent og kominn með hvítan koll, diploma, hópmynd, árbók og hvað eina (allt hitt draslið sem fylgir).
- Ég er að vinna hjá ALCAN/ISAL í Straumsvík á 5. vakt steypuskála, langbesta vaktin by the way.
- Reyni að draga rassinn á sjálfum mér á æfingar þar ég nenni varla að gera neitt, líkt og heima hjá mér.
- Bæði Eyjó og Jimmy hafa beðið mig um hönnunarverkefni sem ég er ekki byrjaður á, en ég nenni varla að gera það sem Eyjó bað mig um sem er útlit fyrir heimasíðu Pumping Iron, en ég hef ekki mikinn áhuga á media hönnun. Þarf að fara að byrja á þessu á næstunni... ef ég nenni því.
- Ég er ekki beint að koma mér í mjúkinn hjá Öryggistjóra Steypuskála í Alcan... í fyrsta lagi lappaði ég út um rennihurð ætlaðan álflutningum en ekki gangandi vegfarandum og hann var vitni... síðan bakkaði ég á ruslatunnu sem var illa staðsett og sást ekki í gegnum baksýnisspeglanna á lyftaranum og aftur var hann vitni... og til að toppa allt stal ég óvart handklæðinu hans eftir sturtu... nú á ég bara eftir að keyra hann níður til að toppa allt... ætli maður verði ekki rekinn fyrir það.
Sin Cere
Nonni
Nonni
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
þú verður að vera duglegur að mæta á æfingar þó að þær séu ekki alltaf skemmtilegar eða eitthvað eða það að þú þurfir alltaf að vera að kenna okkur heimsku sljóu nýliðunum:P en bara ða mæta og æfa sig í þvi sem að maður kann varla þá æfist maður bezt:D
The black Pearl (IP-tala skráð) 14.7.2005 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning