Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2005
Sunnudagur, 30. janúar 2005
Laugardagskvöld
Laugardagskvöldið var frábært. Það byrjaði með því að Eyjó sótti mig og við fórum á Áttuna billjardklúbbinn í Hafnarfirði þar sem við hittum Viggó, Óðinn og Magga bróður hans Viggó, Árni kom nokkuð seinna. Við tókum nokkra pool og skelltum í okkur nokkrum köldum. Óðinn stofnaði til veðmáls við okkur við okkur um að hann gæti drukkið 3 lítra bjór í tveim sopum, viðurlögin voru þau að ef hann vann þurftum við að borga bjórinn og annan eins til, en ef hann tapaði þyrfti hann að borga bjórinn sjálfur. En greyið Óðinn gerði sér ekki grein fyrir því hvað bjórinn var kaldur og drakk bara um 1/5 af bjórnum í einum sopa. Síðan eyddum við 20 mínútum (ég, Viggó og Óðinn) að skipta bjórnum á milli okkar.
Eftir það fórum við í bæinn. Viggó var orðinn alltof fullur og lenti í einhverju ævintýri við að koma sér heim. Ég, Eyjó, Árni og Óðinn fórum á klúbba rölt, og enduðum á Nonnabita þar sem ég hitti æskuvin minn hann Ómar. Eftir það fór Óðinn á Glaumbar en við Eyjó, Árni og ég fórum á Nellýs. Það var engin stemmning þar þannig að Árni fór heim en ég og Eyjó fórum á Prikið. Það var drullumikil röð á Prikinum, en frændi hans Eyjó hleypti okkur inn bakatil. Það var geggjuð stemmning inná Prikinu og vorum við Eyjó þar það sem eftir lifði nætur.
Það er langt síðan ég skemmti mér svona vel síðast.
CYA SUCKERS
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 29. janúar 2005
Skíthælarnir kominir með blogg.
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. janúar 2005
Skíthælar ná í allar gellurnar
Já eins og fyrirsögnin ber með sér þá eru það skíthælarnir sem næla í allar gellurnar meðan við góðu strákarnir sitjum á bekknum og vælum í þjálfaranum um hvenær við fáum að spila. Stelpur halda því fram að þær vilji stráka sem virði þær en hoppa síðan á næsta skíthæl sem þær sjá.
Með þetta að leiðarljósi ákváðum við nokkrir strákarinir að æfa okkur í skíthæla stælum, og mun framtíðin bera í ljós hvernig tekst til.
Hér eru nokkrar skíthæla reglur:
- Vertu skítsama um allt annað en að fá það.
- Hlustaðu á ekkert nema scooter (undantekningar eru FM957 eða Kiss Fm)
- ALDREI nota orð eða orðasambönd um hitt kynið sem eru ekki niðrandi.
- Missionið þitt í lífinu er að fá það á sem grófasta veg sem hægt er.
- Ef gellan (hóran) á systur, móður, ömmu, vinkonu eða frænku reyndu að fá það hjá þeim líka.
- Aldrei að bjóða henni neinn drykk sem er dýrari en vatn.
- Aldrei borga fyrir matinn.
- Láttu hana borga kreditkorta reikninginn þinn (meðan þú sefur hjá mömmu hennar)
- Ef hún vill ekki verða ófrísk eða smitast af einhverju verður hún að redda smokkunum, og setja hann á með munninum.
- Sólbekkir eru þitt annað heimili (reyndu að sameina áhugamálin (reglunar fyrir ofan) með sólbekkjarnotkuninni).
Fleiri reglur seinna.
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 19. janúar 2005
Skólinn byrjaður aftur.
Þá er skólinn byrjaður aftur og kominn vel inná aðra viku. Ekkert svosem sérstakt að segja um það þar sem það skiptir ekki máli að ég held. HA! Það versta við að vera byrjaður er að ég þarf að lesa of mikið af bókum í þyngri kantinum, eins og: Kaldaljós í Íslensku, Babettes Gæstebud í Dönsku og Brekkukotsannál í MNN (áfangi fyrir útskriftarnema). Þetta er algjört hell og ég vorkenni sjálfum mér. En mér líður alltaf betur þegar ég hugsa til þess sem Eyjó er að gera í skólanum.
Æfingar á nýju ári fóru vel af stað og núna á mánudaginn mætti buns af fólki og í fyrsta skipti í sögu Pumping Iron mætti fleira fólk á Kung Fu æfingu heldur en Kick Box æfingu. Jimmy var afar sáttur (vægt til orða tekið) og var eins og krakki í nammibúð meðan hann var að kenna nýja fólkinu, og við eldri nemendur hans litum með björtum augum í átt til framtíðar í von um að nú væri kannski hægt að skipta hópnum upp í byrjendatíma og fyrir lengra komna.
Ég hafði fyrir því að búa til nýja Kung Fu auglýsingu fyrir Jimmy um helgina og vorum við Jimmy sammála um að þetta sé besta verk mitt hingað til. Afraksturinn verður hengdur bráðum upp í sérvöldum skólum, Laugarásvideó og öðrum sérvöldum stöðum bráðlega.
Cya Suckers
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. janúar 2005
Loksins Myndir
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)