Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2005

Ég á ekkert líf.

Helvítis Portafolio mappan ætlar að taka allt það litla líf sem ég átti fyrir. En það er víst fórn sem maður verður að sætta sig við þegar maður sækir um í Listaháskóla. Hef ekki  mætt á æfingu síðan á Miðvikudaginn í síðustu viku og sleppt mestu af sjónvarpsglápi.

En jæja...


Fínt djamm

Ég lendti á fínu djammi í gær með Eyjó aðallega.Við fórum fyrst á Áttuna í Hafnarfirði þar sem við hittum Viggó, Beatu, Óðinn og Magga (bróðir Viggó). Jón Héðinn kom seinna meir að heilsa uppá okkur. Beata og Viggó voru þokkalega vel komin í glas. Ég og Eyjó fórum síðan í bæinn og fórum fyrst á Sólon sem var ömurlegt. Eftir það héldum við á Prikið og þar var DJinn og Trommarinn sem ég heyrði í og fýlaði síðast þegar ég fór á djammið. Studdu seinna hittum við Viggó og Magga á Nelly's (þeim sora stað) og hengum aðeins með þeim en Ég og Eyjó fórum aftur á Prikið og skemmtum okkur geggjað vel.


Nonni í South Park

Svona myndi ég líta út ef ég væri South Park Karakter

Nonni kallinn

Kallinn bara sexy


Geðveik æfing.

Loksins loksins fengum við að sparra á æfingu í gær. Fyrst tókum við blokk gegn spörkum, síðan höndum, þar á eftir sparring 1 á 1 og þar á eftir þurftum við gömlu strákarnir að taka á mót 2 til 3. Ég sparraði á móti Perlu og "Man ekki hvað hann heitir en hann hefur æft áður" og var það nokkuð erfitt jafnvel þótt þau tvö voru tiltölulega nýbyrjuð.

0 CYA SUCKERS 0


KEA SKYR GELLA

KEA skyr gella

Eitt sem ég gleymdi að nefna í síðasta bloggi var að á meðan ég og Eyjó vorum á Prikinu labbaði KEA skyr gellan (sjá mynd) og vinkona hennar framhjá okkur. Ég er ekki það mikill lúser að telja það frétt nema að vinkonan virtist vera að tjékka á pökkunum á strákum. Hún greip í mig og Eyjó þegar hún lappaði framhjá okkur.

Hefði ég verið að tékka á hversu stinn brjóstin á gellum þá hefði ég líklegast lent í einhverjum vandræðum en þegar stelpa gerir þetta þá er þetta ekkert mál. Ekki það að ég sé að mótmæla.


Skíthælarnir að njóta vinsælda!!!

Bloggsíða skíthælanna virðist ætla að ganga vel. En að undanförnu hafa alltaf fleiri og fleiri kíkt inná síðuna hjá þeim. Núna í dag í hádeginu höfðu um 170 litið inná síðuna. Þannig er það bara Kvennremban er dauð og karlremban aftur kominn í tísku.

0 CYA SUCKERS 0


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband