Bloggfærslur mánaðarins, september 2005
Föstudagur, 9. september 2005
ALCAN STARFSMAÐUR ÁRSINS (eða þannig)
Jæja þá er komið að því að rifja upp hvað á daga manns hafi drifið.
Jæja þetta verður ekki mikið lengra að sinni.
- Kallinn er kominn með fasta vinnu allavega fram að áramótum hjá ALCAN. Kallinum var holað niður í Rannsókn við að mala raflausnarsýni og sigta súrálssýni. Kallinn er nú á tvískiptum vöktum og er yfirleitt einn inná á Rannsókn. Meira hvað maður getur verið brjálaður þegar maður er einn einhvers staðar... kallinn var byrjaður að tala við sjálfan sig og alles.
- Maður hefur lítið gert heima hjá sér annað en að leika sér í PS2 tölvunni eða horft á sjónvarpið... annars hefur maður reynt að sinna hinum og þessum hönnunnarverkefnum sem maður hefur verið svo vitlaus að taka að sér.
- Maður hefur lítið mætt á æfingar en maður er að taka sig á núna... mætti á miðvikudaginn og ætla að mæta aftur í kvöld.
- Get lítið djammað þessa helgi vegna vinnu en þarnæstu helgi og næstu helgi þar á eftir ætti maður að getað djammað af sér rassinn and then some... verst að Árni verður líklegast á Írlandi af öllum stöðum og guð má vita hvort hinir vinir mínir verði að vinna eða eitthvað annað.
Jæja þetta verður ekki mikið lengra að sinni.
Sin Cere
Sóða Nonninn
Sóða Nonninn
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)