Bloggfærslur mánaðarins, september 2005

ALCAN STARFSMAÐUR ÁRSINS (eða þannig)

    Jæja þá er komið að því að rifja upp hvað á daga manns hafi drifið.
  • Kallinn er kominn með fasta vinnu allavega fram að áramótum hjá ALCAN. Kallinum var holað niður í Rannsókn við að mala raflausnarsýni og sigta súrálssýni. Kallinn er nú á tvískiptum vöktum og er yfirleitt einn inná á Rannsókn. Meira hvað maður getur verið brjálaður þegar maður er einn einhvers staðar... kallinn var byrjaður að tala við sjálfan sig og alles.
  • Maður hefur lítið gert heima hjá sér annað en að leika sér í PS2 tölvunni eða horft á sjónvarpið... annars hefur maður reynt að sinna hinum og þessum hönnunnarverkefnum sem maður hefur verið svo vitlaus að taka að sér.
  • Maður hefur lítið mætt á æfingar en maður er að taka sig á núna... mætti á miðvikudaginn og ætla að mæta aftur í kvöld.
  • Get lítið djammað þessa helgi vegna vinnu en þarnæstu helgi og næstu helgi þar á eftir ætti maður að getað djammað af sér rassinn and then some... verst að Árni verður líklegast á Írlandi af öllum stöðum og guð má vita hvort hinir vinir mínir verði að vinna eða eitthvað annað.
Hef lítið annað að segja... annað en DRULLIST TIL AÐ SKRIFA Í GESTABÓKINA MÍNA... þoli ekki þegar 15 manns koma á síðuna á dag án þess að skilja eftir sig mikið sem eitt komment.
    Jæja þetta verður ekki mikið lengra að sinni.
Sin Cere
Sóða Nonninn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband