Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2006

DV

    Kallinn er búinn að kaupa sér digital myndavél. Það er Casio 5 megapixla snapshot vél… kaupi mér einhvern tíman seinna stærri vél fyrir flottari myndir en þessir dugar vel á djammið og annað svoleiðis stuff.
    Ég, ásamt meirihluta þjóðarinnar, hneykslast á fráfarandi ritstjórn DV. Það hefur greinilega komið í ljós að skrif þeirra um kennarann á Ísafirði hafi ekki gert neinum greiða nema hlutahöfum í Dagsbrún sem græddu á sölu eintaka blaðsins. Þessir menn ásamt blaðamanninum sem skrifaði greinina hafa greinilega enga samvisku eða siðferðiskennd hvað þá réttlætiskennd.
    Það er ekki þeirra eða lesenda DV (sem hljóta að vera verulega heimskir) að dæma fólk fyrir einhverja glæpi hversu alvarlegir sem þeir eru. Það er dómstólanna að dæma fólk og það eftir sönnunargögnum ekki kjaftasögum… kjaftasögur eru ekki áreiðanleg sönnunargögn punktur pasta.
    Og þetta Jónas fífl… að halda því fram að DV sé með sannleikann að fyrirrúmi þegar DV er orðið þekkt fyrir að skálda upp heilu viðtölin, ljúga að fólki til að fá viðtöl (hringi í þau og segjast vera einhverjir aðrir til að fá viðtal), og skálda upp í eyðurnar bara til þess að selja blöð… er maðurinn hálfviti eða veit hann bara ekki hver skilgreiningin á sannleika er.
    Og síðan eftir að gaurinn framdi sjálfsmorð fóru þeir á DV að eltast við meintu fórnalömbin (já meintu… það er ekki búið að dæma í þessu máli og þökk sé DV mun sannleikurinn kannski aldrei koma í ljós) til þess að fá álit hjá þeim, og þegar meintu fórnalömbin vildu ekkert með DV gera, einbeittu þeir á DV sér að fjölskyldum hinna meintu fórnalamba.
    Og síðan hvaðan fá DV upplýsingar… þeir hafa stundum greinilega afritað heilu bloggin hjá hinum og þessum einstaklingum sem blogga undir leyninöfnum. Eitt tips til ritstjórnar DV: BLOGGSÍÐUR ERU EKKI ÁREYÐANLEGAR UPPLÝSINGAR. Maður gæti þess vegna horft á FOX News í leit að upplýsingum.
    Annað tips til ritstjórnar DV: Ef þið ætlið að hafa sannleikann að leiðarljósi, finnið þá sannleikann og leyfið réttum dómstólum að dæma áður en þið farið að eyðileggja mannorð einhvers útí bæ.
Þetta er allt sem ég hef að segja í þetta skiptið, það má gjarnan kommenta eða skrifa í gestabókina takk fyrir. En þangað til næst…

SIN CERE
Jón Gestur
Guðmundsson
A.K.A.
Sóða-Nonninn

HO Ho Ho GLeðilegt nýtt ár allir saman!!!

    Ég vil byrja þennan pistil á að óska öllum gleðilegs nýs árs og þakkir fyrir það gamla. Jólin eru búin og nú er kominn tími á að rifja upp hvað hefur verið að gerast að undanförnu.
  • Kallinn fékk frekar lítið af jólagjöfum en hér er upptalning:
  1. Frá mömmu og pabba fékk ég Billy hillu frá IKEA... mér vantaði eitthvað undir DVD myndirnar mínar.
  2. Frá systur minni fékk ég Forðist okkur eftir Hugleik Dagson og nýja KoRn diskinn.
  3. Frá afa fékk ég bókina Argóarflísin eftir SJÓN.
  4. Frá Ömmu fékk ég bók um 1000 skrýtna hluti sem hafa verið hannaðir og bol úr dogma.
  • Kallinn fór í Jólahlaðborð Rannsóknarstofu ALCAN... sem var mjög fínt... mar sá hvað mar má búast við af sumarstelpum (arr)0
  • Afturljósin á bílnum minum eru biluð... fer með bílinn í viðgerð á morgun... vesen0
  • Búið að vera lítið af æfingum að undanförnu og kallinn skrópaði á fyrstu æfingu ársins 0
    Það er naumast hvað það er munur að  mæta í jólaveislu þar sem einginn er undir tíu ára aldri og veislu þar sem flest frændsystkini manns eru komin með börn... vona að það fari enginn í móðurfjölskyldunni minni að taka upp á því að unga út litilum kvikindum á næstunni.
SIN CERE
Sóða-Nonninn
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband