Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Flock

Ákvað að prófa vafra sem Flickr er að sponsora. Þessi vafri heitir Flock. Endilega tjékka á honum.

Er þessi frétt fyrst að koma núna?

Er þetta ekki svolítið gömul frétt. Ég meina hefur einhver séð þessi litlu kvikindi lengi. Ég veit bara að þetta er drasl á græjunum mínum sem gerir ekkert annað en að safna ryki.


mbl.is Dagar hljóðsnældunnar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundrað og Spamm

    Fyrstu fréttir, ég hef sett aftur "staðfesta" komment dótið á vegna spamms. Þetta banna ip -tölu var ekki að gera mikið þar sem hvert spamm virðast koma frá mörgum spömmum (Einhverjir eru með orma í tölvuna). Bara svo þið vitið það þá vantar mig ekki upplýsingar um mismunandi klámsíður.
    Einhverja hluta vegna þá hef ég fengið yfir hundrað heimsóknir í dag (og ekki eitt einasta komment), þrátt fyrir að hafa ekki skrifað eina einustu bloggfærslu í tvær vikur. Það væri gaman að fá að vita hvað væri í gangi.
    Ég varð allt í einu kominn í hjólað í vinnuna lið, og ekki nóg með það þá er ég liðstjóri liðsins. Liðið fékk það skemmtilega nafn Flúor Fákarnir B-lið, liðið varð til á baráttufundi Flúor Fákana (A-lið), og flestir meðlimir voru ekki viðstaddir stofnuna né þegar þeir voru skráðir í liðið. Nú þegar hefur einn meðlimur B-liðsins verið upgrade-aður í A-liðið. Einhvern veginn er okkur í B-liðinu nokkuð sama þar sem allar keppnismanneskjurnar eru í A-liðinu. Við í B-liðinu erum meira svona "vera með" liðsmenn.
    Þarf að kaupa mér hjól á morgun. 
    House er að byrja og ég nenni ekki að skrifa meira.
 
Sin Cere
Nonninn 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband