Kallinn mætur aftur!!

    Jæja það var kominn tími til þess að kallinn tæki upp á því að blogga aðeins um hvað hafi verið að gerast að undanförnu, en lífið er búið að vera bæði viðburðaríkt og -snautt á sama tíma.
    Fyrsta mál á dagskrá er að kallinn kláraði portafolio-na sína og kostaði hún kallinn ekki meira en rétt um 5000 kall. Kallinn sendi möppuna inní Listaháskólann og komst í viðtal. Viðtalið var fyrir tveim vikum og er ég enn gáttaður á því hvernig það fór fram. En núna er bara að bíða og vona að maður komist inn en stóra bréfið ætti að koma núna á næstu dögum.
    Þá er maður líka kominn með vinnu í sumar hjá ALCAN í Straumsvík. Lenti ég ekki á sömu vakt á sama stað í fyrra. Jú kallinn er kominn aftur á 5. vakt steypuskála og er kallinum farið að hlakka til að byrja í vinnunni í sumar.
     Kallinn dimmiteraði fyrir stutt og var það meiri vitleysan. Skólinn fékk kvörtun yfir því að svín og nunna hefðu gyrt niður um einhvern grunnskóla vitleysing sem voru að pirra okkur. En kallinn var annars dressaður sem ofurbelja með nutsack fyrir augunum. Um kvöldið var skellt sér á ball á Celtic Cross þar sem DJ Páll Óskar þeytti skífum. Kom mér á óvart hversu góður DJ hann er og ekki skrýtið að kallinn sé vinsælasti DJ á landinu, en ég hélt fyrst að það hefði bara verið brandari svona eins og Leoncie. Eftir Celtic Cross hélt kallinn á við annan mann (Alla) inná 11-una og þar hitti kallinn fyrir Óskar Kung Fu og Hjalta ÉG-BREIKA-Í-HAWAII-SKYRTU-Á-GLERBROTUM-Á-AUSTURSTRÆTI, einnig sem kallinn hitti Evu og Hönnu úr skólanum og komst að því hvað Ísland væri lítið því að þau öll þekktust innbyrðis. Þar burstaði ég Hjalta í Foozball og fór síðan með stelpunum á Dillon þar sem við hittum kærasta Evu og fórum síðan á Grand Rokk þar sem einhver vitleysingur útskýrði fyrir mér alla lífsspeki sína. Síðan hittum við aftur Skara og Hjalta á Nelly's og ég fór að sjá hvað Hjalti var fullur, en hann mundi síðan ekkert eftir þessu kvöldi seinna í vikunni. Kallinn endaði svo einn að taka sér Taxa þar sem Skari Kung Fu og einhver vinur hans dittsuðu mig í sitthvoru lagi. En ég get ekki kvartað yfir kvöldinu sem var eitt það skemmtilegasta fyllirí á annars stuttri ævi og endist það í 20 tíma (frá 8 um morguninn til 4 næsta morgun)
   Nú er kallinn bara að taka því létt í próflestrinum og vonast til að ná minnst 5 í Spænsku en það er erfistaða fagið sem kallinn þarf að taka en kallinn er búinn með samrændu prófin sem voru meiri vitleysan.
    Jæja þá er kallinn búinn að sinna bloggskyldunni sinni.
 0CYA SUKERS 0

Sin Cere
Nonni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með utskriftina

eg (IP-tala skráð) 7.5.2005 kl. 22:02

2 identicon

Þakka þér en ég er ekki útskrifaður enn... á eftir að ná helvítis spænsku prófinu.

Nonni "JohnnyG" (IP-tala skráð) 8.5.2005 kl. 00:17

3 identicon

það kemur

ljótfríður (IP-tala skráð) 16.5.2005 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband