Skólinn byrjaður aftur.

Þá er skólinn byrjaður aftur og kominn vel inná aðra viku. Ekkert svosem sérstakt að segja um það þar sem það skiptir ekki máli að ég held. HA! Það versta við að vera byrjaður er að ég þarf að lesa of mikið af bókum í þyngri kantinum, eins og: Kaldaljós í Íslensku, Babettes Gæstebud í Dönsku og Brekkukotsannál í MNN (áfangi fyrir útskriftarnema). Þetta er algjört hell 0 og ég vorkenni sjálfum mér. En mér líður alltaf betur þegar ég hugsa til þess sem Eyjó er að gera í skólanum.

Æfingar á nýju ári fóru vel af stað og núna á mánudaginn mætti buns af fólki og í fyrsta skipti í sögu Pumping Iron mætti fleira fólk á Kung Fu æfingu heldur en Kick Box æfingu. Jimmy var afar sáttur (vægt til orða tekið) og var eins og krakki í nammibúð meðan hann var að kenna nýja fólkinu, og við eldri nemendur hans litum með björtum augum í átt til framtíðar í von um að nú væri kannski hægt að skipta hópnum upp í byrjendatíma og fyrir lengra komna.

Ég hafði fyrir því að búa til nýja Kung Fu auglýsingu fyrir Jimmy um helgina og vorum við Jimmy sammála um að þetta sé besta verk mitt hingað til. Afraksturinn verður hengdur bráðum upp í sérvöldum skólum, Laugarásvideó og öðrum sérvöldum stöðum bráðlega.

0 Cya Suckers 0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband