Júróvision!!

    Jæja þá er komið að því. Það er enn einu sinni komið að því að Íslendingar geri sér of miklar vonir um eigið ágæti. Einu sinni á ári fáum við einhverja einstaklinga til þess að semja vonlaust lag samkvæmt einhverri formúlu sem hefur ekki virkað hingað til og náttúrulega stekkur hver einasti Íslendingur á það og heldur að hér sé komið eitt mesta meistara verk sem nokkurn tíman hefur verið samið.Og að sjálfsögðu bölvum við öllum evrópuþjóðunum, sem sjá að þessi formúla er ekki að virka, fyrir að gefa okkur ekki stig.
    Íslendingar ættu að skammast sín fyrir að geta ekki sent eitt almennilegt lag, eða bara einn almennilegan flytjanda á júróvisíjón að minnsta kosti einu sinni. Okkur bauðst einu sinni að senda Botnleðju út en nei einhverjir pleppar ákváðu að kjósa dúkkulísuBirgittu í staðinn bara svo við gætum tapað einu sinni enn og kennt einhverjum öðrum um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sko mér finnst að við eigum bara að skilj okkur frá öllum heimsálfum
og vera bara Ísland, ekki hluti af neinu... svo heildum við Íslandsvision og þá er öruggt að Ísland vinn, vestmanneyjar eru ekki hluti af Íslandi

Jonni (IP-tala skráð) 29.3.2005 kl. 08:16

2 identicon

Öss, sá bara bloggsíðuna þína frá huga :) Bara að kasta létta kveðju á kallinn.

Annars er ég vel sammála þér, grét mig í svefn þegar botnleðja fór ekki út.

Kári (IP-tala skráð) 9.4.2005 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband