Bloggfærslur mánaðarins, mars 2005

Júróvision!!

    Jæja þá er komið að því. Það er enn einu sinni komið að því að Íslendingar geri sér of miklar vonir um eigið ágæti. Einu sinni á ári fáum við einhverja einstaklinga til þess að semja vonlaust lag samkvæmt einhverri formúlu sem hefur ekki virkað hingað til og náttúrulega stekkur hver einasti Íslendingur á það og heldur að hér sé komið eitt mesta meistara verk sem nokkurn tíman hefur verið samið.Og að sjálfsögðu bölvum við öllum evrópuþjóðunum, sem sjá að þessi formúla er ekki að virka, fyrir að gefa okkur ekki stig.
    Íslendingar ættu að skammast sín fyrir að geta ekki sent eitt almennilegt lag, eða bara einn almennilegan flytjanda á júróvisíjón að minnsta kosti einu sinni. Okkur bauðst einu sinni að senda Botnleðju út en nei einhverjir pleppar ákváðu að kjósa dúkkulísuBirgittu í staðinn bara svo við gætum tapað einu sinni enn og kennt einhverjum öðrum um.

Árshátíð Pumping Iron og myndir

Fyrri árshátíð Pumping Iron var í gær og var hún haldin í Pumping Iron þetta árið. Við byrjuðum um 1-2 leitið og var þá byrjað að fara í drykkjuleiki og gerðar heimskulegar æfingar, en ég lagði ekki í þær þar sem ég var ennþá þunnur eftir að hafa farið í biljarð á Áttunni (snilldar pleis) í Hafnarfirði.

Eftir það var farið í pottinn og drukkið þar.

Svo sundraðist hópurinn nokkuð en þeir sem voru eftir hjálpuðust við að undirbúa matinn. Maturinn var snilld eins og vanalega þegar Jimmy og systur hans sjá um matinn. Nokkrir af þeim sem æfa box í 12 Lotum í Hafnarfirði voru þarna líka.

Eftir matinn hélt partýið áfram í Pumping Iron og var til klukkan eitt um nóttina.

Þá fóru flestir niður í bæ. Ég og Eyjó vorum mestann partinn á Sólon (því sora pleisi) með Ágústu og Sif. Þar hittum við einhverja vinkonu Eyjós sem átti vinkonu sem vægast satt fór í taugarnar á mér og ég vona hennar vegna að það sé drykkjunni að kenna. Þar hittum við einnig Unni (kærustu Óla Daða frænda) og vinkonur hennar. Þaðan lá leiðin til Hverfisbarsins (aftur sora pleis) þar sem Viggó hafði reddað okkur á gestalista. Á leiðinni hittum við Óskar Kung Fu sem hafði verið að reyna að komast inná Ellefuna (snilldar pleis). Ekkert markvert gerðist inná Hverfis annað en ég hitti Birki, Gulla risa, Valný og Nönnu systur hans Skara. Eftir það tékkuðum við aftur á Sólon en ég og Eyjó nenntum ekki að vera þar þannig að við ætluðum að fara en hann Viggó fékk okkur til þess að fara að fá okkur eitthvað að borða. Eftir það fórum við heim.

Einnig eru komnar nýjar myndir af árshátíðinni inná myndasíðuna.


Karate og Tae Kwon do er fyrir aumingja!

Sæludagar gengu í garð í FB í gær og hafði kallinn skráð sig bæði í Karate og Tae Kwon Do. En heldur mikið varð ég fyrir vonbrigðum. Báðir hóparnir beyluðu! Þeir hjá sem áttu að kenna okkur Tae Kwon Do létu vita að þeir treystu sér ekki að taka við opnum, helvítis píkurnar. En sá sem átti að kenna okkur Karate lét einfaldlega ekki sjá sig. Við biðum í íþróttahúsinu við breiðholtslaugina í hálftíma áður en einn leikfimiskennarinn lét okkur hafa bolta og badminton dót svo við hefðum eitthvað að gera.

Þetta þýðir sem sagt að jafnvel þeir sem kenna þessar íþróttir þora ekki að mæta og kenna hópi af framhaldsskólanemendum. Karate og Tae Kwon do er bara fyrir kuntur og aumingja!!!

0 HELVÍTIS AUMINGJAR 0


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband