Miðvikudagur, 11. maí 2005
Vonbrigði
En ég læt þetta ekki stöðva mig. Ég ætla einfaldlega að sækja aftur um á næsta ári og í milli tíðinni reyna að fá vinnu hjá Arkitekta stofu við að setja teikningar inní AutoCad og til þess að fá meðmæli fyrir næsta ár. Einnig ætla ég að sækja um í fleiri háskóla en ég gerði núna en ég sótti bara um í Listaháskólann í ár.
Vonandi gengur þetta að ári, því að ég vil ekki láta síðustu sex ár fara í vaskinn. Þetta er eitthvað sem ég er búinn að einblína á síðan ég var krakki.
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 8. maí 2005
.tk
Nýi slóðinn er www.nonninn.tk
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. maí 2005
Kallinn mætur aftur!!
Fyrsta mál á dagskrá er að kallinn kláraði portafolio-na sína og kostaði hún kallinn ekki meira en rétt um 5000 kall. Kallinn sendi möppuna inní Listaháskólann og komst í viðtal. Viðtalið var fyrir tveim vikum og er ég enn gáttaður á því hvernig það fór fram. En núna er bara að bíða og vona að maður komist inn en stóra bréfið ætti að koma núna á næstu dögum.
Þá er maður líka kominn með vinnu í sumar hjá ALCAN í Straumsvík. Lenti ég ekki á sömu vakt á sama stað í fyrra. Jú kallinn er kominn aftur á 5. vakt steypuskála og er kallinum farið að hlakka til að byrja í vinnunni í sumar.
Kallinn dimmiteraði fyrir stutt og var það meiri vitleysan. Skólinn fékk kvörtun yfir því að svín og nunna hefðu gyrt niður um einhvern grunnskóla vitleysing sem voru að pirra okkur. En kallinn var annars dressaður sem ofurbelja með nutsack fyrir augunum. Um kvöldið var skellt sér á ball á Celtic Cross þar sem DJ Páll Óskar þeytti skífum. Kom mér á óvart hversu góður DJ hann er og ekki skrýtið að kallinn sé vinsælasti DJ á landinu, en ég hélt fyrst að það hefði bara verið brandari svona eins og Leoncie. Eftir Celtic Cross hélt kallinn á við annan mann (Alla) inná 11-una og þar hitti kallinn fyrir Óskar Kung Fu og Hjalta ÉG-BREIKA-Í-HAWAII-SKYRTU-Á-GLERBROTUM-Á-AUSTURSTRÆTI, einnig sem kallinn hitti Evu og Hönnu úr skólanum og komst að því hvað Ísland væri lítið því að þau öll þekktust innbyrðis. Þar burstaði ég Hjalta í Foozball og fór síðan með stelpunum á Dillon þar sem við hittum kærasta Evu og fórum síðan á Grand Rokk þar sem einhver vitleysingur útskýrði fyrir mér alla lífsspeki sína. Síðan hittum við aftur Skara og Hjalta á Nelly's og ég fór að sjá hvað Hjalti var fullur, en hann mundi síðan ekkert eftir þessu kvöldi seinna í vikunni. Kallinn endaði svo einn að taka sér Taxa þar sem Skari Kung Fu og einhver vinur hans dittsuðu mig í sitthvoru lagi. En ég get ekki kvartað yfir kvöldinu sem var eitt það skemmtilegasta fyllirí á annars stuttri ævi og endist það í 20 tíma (frá 8 um morguninn til 4 næsta morgun)
Nú er kallinn bara að taka því létt í próflestrinum og vonast til að ná minnst 5 í Spænsku en það er erfistaða fagið sem kallinn þarf að taka en kallinn er búinn með samrændu prófin sem voru meiri vitleysan.
Jæja þá er kallinn búinn að sinna bloggskyldunni sinni.
Sin Cere
Nonni
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 22. mars 2005
Júróvision!!
Íslendingar ættu að skammast sín fyrir að geta ekki sent eitt almennilegt lag, eða bara einn almennilegan flytjanda á júróvisíjón að minnsta kosti einu sinni. Okkur bauðst einu sinni að senda Botnleðju út en nei einhverjir pleppar ákváðu að kjósa dúkkulísuBirgittu í staðinn bara svo við gætum tapað einu sinni enn og kennt einhverjum öðrum um.
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. mars 2005
Árshátíð Pumping Iron og myndir
Fyrri árshátíð Pumping Iron var í gær og var hún haldin í Pumping Iron þetta árið. Við byrjuðum um 1-2 leitið og var þá byrjað að fara í drykkjuleiki og gerðar heimskulegar æfingar, en ég lagði ekki í þær þar sem ég var ennþá þunnur eftir að hafa farið í biljarð á Áttunni (snilldar pleis) í Hafnarfirði.
Eftir það var farið í pottinn og drukkið þar.
Svo sundraðist hópurinn nokkuð en þeir sem voru eftir hjálpuðust við að undirbúa matinn. Maturinn var snilld eins og vanalega þegar Jimmy og systur hans sjá um matinn. Nokkrir af þeim sem æfa box í 12 Lotum í Hafnarfirði voru þarna líka.
Eftir matinn hélt partýið áfram í Pumping Iron og var til klukkan eitt um nóttina.
Þá fóru flestir niður í bæ. Ég og Eyjó vorum mestann partinn á Sólon (því sora pleisi) með Ágústu og Sif. Þar hittum við einhverja vinkonu Eyjós sem átti vinkonu sem vægast satt fór í taugarnar á mér og ég vona hennar vegna að það sé drykkjunni að kenna. Þar hittum við einnig Unni (kærustu Óla Daða frænda) og vinkonur hennar. Þaðan lá leiðin til Hverfisbarsins (aftur sora pleis) þar sem Viggó hafði reddað okkur á gestalista. Á leiðinni hittum við Óskar Kung Fu sem hafði verið að reyna að komast inná Ellefuna (snilldar pleis). Ekkert markvert gerðist inná Hverfis annað en ég hitti Birki, Gulla risa, Valný og Nönnu systur hans Skara. Eftir það tékkuðum við aftur á Sólon en ég og Eyjó nenntum ekki að vera þar þannig að við ætluðum að fara en hann Viggó fékk okkur til þess að fara að fá okkur eitthvað að borða. Eftir það fórum við heim.
Einnig eru komnar nýjar myndir af árshátíðinni inná myndasíðuna.
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. mars 2005
Karate og Tae Kwon do er fyrir aumingja!
Sæludagar gengu í garð í FB í gær og hafði kallinn skráð sig bæði í Karate og Tae Kwon Do. En heldur mikið varð ég fyrir vonbrigðum. Báðir hóparnir beyluðu! Þeir hjá sem áttu að kenna okkur Tae Kwon Do létu vita að þeir treystu sér ekki að taka við opnum, helvítis píkurnar. En sá sem átti að kenna okkur Karate lét einfaldlega ekki sjá sig. Við biðum í íþróttahúsinu við breiðholtslaugina í hálftíma áður en einn leikfimiskennarinn lét okkur hafa bolta og badminton dót svo við hefðum eitthvað að gera.
Þetta þýðir sem sagt að jafnvel þeir sem kenna þessar íþróttir þora ekki að mæta og kenna hópi af framhaldsskólanemendum. Karate og Tae Kwon do er bara fyrir kuntur og aumingja!!!
HELVÍTIS AUMINGJAR
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. febrúar 2005
Ég á ekkert líf.
Helvítis Portafolio mappan ætlar að taka allt það litla líf sem ég átti fyrir. En það er víst fórn sem maður verður að sætta sig við þegar maður sækir um í Listaháskóla. Hef ekki mætt á æfingu síðan á Miðvikudaginn í síðustu viku og sleppt mestu af sjónvarpsglápi.
En jæja...
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. febrúar 2005
Fínt djamm
Ég lendti á fínu djammi í gær með Eyjó aðallega.Við fórum fyrst á Áttuna í Hafnarfirði þar sem við hittum Viggó, Beatu, Óðinn og Magga (bróðir Viggó). Jón Héðinn kom seinna meir að heilsa uppá okkur. Beata og Viggó voru þokkalega vel komin í glas. Ég og Eyjó fórum síðan í bæinn og fórum fyrst á Sólon sem var ömurlegt. Eftir það héldum við á Prikið og þar var DJinn og Trommarinn sem ég heyrði í og fýlaði síðast þegar ég fór á djammið. Studdu seinna hittum við Viggó og Magga á Nelly's (þeim sora stað) og hengum aðeins með þeim en Ég og Eyjó fórum aftur á Prikið og skemmtum okkur geggjað vel.
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. febrúar 2005
Nonni í South Park
Svona myndi ég líta út ef ég væri South Park Karakter
Kallinn bara sexy
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. febrúar 2005
Geðveik æfing.
Loksins loksins fengum við að sparra á æfingu í gær. Fyrst tókum við blokk gegn spörkum, síðan höndum, þar á eftir sparring 1 á 1 og þar á eftir þurftum við gömlu strákarnir að taka á mót 2 til 3. Ég sparraði á móti Perlu og "Man ekki hvað hann heitir en hann hefur æft áður" og var það nokkuð erfitt jafnvel þótt þau tvö voru tiltölulega nýbyrjuð.
CYA SUCKERS
Breytt 9.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)