Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Jesús tól og öll hans fól.

Ekki spyrja um fyrirsögnin... mér bara datt ekkert annað í hug. Ætti samt að vekja athygli.
    Í síðustu bloggfærslu þá ritaði ég að ég hefði ekki fengið svar frá listaháskólanu. En núna get ég glatt ykkur með því að kallinn fékk svar og fer ég í viðtal á morgun klukkan tíu. Samkvæmt mágkonu pabba (en hún vinnur á bókasafninu hjá Listaháskólanum) þá lofar það góðu að komast í viðtal tvö ár í röð. Þannig að núna er það bara að taka helvítis viðtalið með trompi. Þori samt ekki að gera mér of miklar vonir... hef brennt mig á því einu sinni.
    Meistarinn hans Jimmy, Austin Goh, var með  námskeið í Pumping Iron. Hann tók okkur í próf á föstudeginum og skitum við allir gjörsamlega á okkur og Jimmy var skiljanlega ekki sáttur, en á laugardeginum gekk þetta aðeins betur.
Austin Goh 
    Austin kemur aftur til Íslands í júlí og er áætlunin að taka upp kennslu myndband í Wing Chun Kung Fu þar sem ég, Eyjó og Ívar verðum í stórum hlutverkum.
     Árshátíð Pumping Iron er næstu helgi og er ég að hugsa um að kaupa mér ný jakkaföt fyrir það tilefni (og fleiri tilefni í framtíðinni). Er að pæla í því að fá mér meira casual jakkaföt en þessi sem ég á núna. Svona stíf jakkaföt eru bara einfaldlega ekki ég.
    Kallinn er einnig að íhuga að prófa nýja (reyndar gömul) bjórtegund á árshátíðinni og ætlar kallinn að skella sér í Guiness-inn að því tilefni. hef aldrei prófað hann áður.
Guinness 
    En þetta ætti að nægja bloggskyldunni í bili.
CYA FUCKERS
Sin Cere
Sóða-Nonninn 

Loksins loksins

    Jæja það var kominn tími á nýtt blogg... það gamla var orðið heldur leiðinlegt. En hvað er annas að frétta af kallinum:
  • Ég fæ í fyrsta sinn í égveitekkihvaðmörgár sumarfrí og fér ég með Eyjó, Viggó og Beatu, Skara, Nayu (vinkona Beatu (veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað))Óákveðinn og hugsanlega Árna, til Spánar (Albir nánar tiltekið)
  • Árni er að standa sig í Írlandi. Hann vann nýlega mót (CageWarriors) og á rétt á titilbardaga á næstunni. GO ÁRNI!
  • Ég er búinn að senda möppu og umsókn til Listaháskólans en ég er ekki búinn að fá svar um hvort ég komist í viðtal eða ekki. Og viðtölin byrjuðu í dag þannig að ég er ekki bjartsýnn á framhaldið.
  • Ég keypti mér 27" LCD flatskjá. Hann reyndist vera of stór fyrir  hillusamstæðuna mína en ég gat skáskotið honum.
  • Búinn að vera að spila Godfather leikinn. Bara snilld! Svalur
  • Kallinn er bara búinn að vera að vinna, æfa, spila Godfather og sofa að undanförnu.
  • Eyjó var að hitta einhverja 17 ára stelpu fyrir nokkru... það var bara pain fyrir alla sem komu að því máli... hún fékk hann til þess að hleypa 15 ára stelpu á prikið... síðan reyndist hún eiga kærasta þannig að Eyjó gafst upp á henni og hún varð að einhverjum sækópata.
Jæja þetta er nóg í bili. Ef einhver er að lesa þetta má viðkomandi einnnig kvitta í annað hvort gestabókina eða commenta.
 
Sin Cere
Sóða-Nonninn 

Jæja nýr hér.

Sá link inná þetta blogg system á http://www.mbl.is og ákvað að skella mér á eitt stykki síðu í tilraunaskyni. Blogga meira seinna.

SIN CERE

Sóða-Nonninn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband